fimmtudagur, janúar 17, 2008

Bletzuð, langt síðan mar hefur bloggað seinast:)

Það er allt fínt að frétta. Jólin gengu vel, var með skotanum og 2 vinum á aðfangadagskvöld og við borðuðum taco...það var spes....en mjög gaman. Ég fékk fullt af fínum pökkum og hafði það notalegt. Á annan í jólum skellti ég mér svo til dóminíska, þar sem ég hef ALDREI verið jafn slök í djammi - ég djammaði bara á gamlárs annars var ég farin að sofa kl. 22 með ma&pa. Ég kenni nokkrum hlutum um þetta: ráðsett, þreytt eftir mikla vinnu, tímamismunur etc. en Agnesi og Valgerði fannst ég bara steingeld....well ... en ég skemmti mér amk konunlega og slakaði mjög vel á. Þetta er æðislegur staður, flottar strendur og flott hótel en dáldið einangrað.

Síðan kom ég heim austur og já sæll ég er byrjuð að búa:) Ég og skotin höfum á laugardaginn búið saman í 2 vikur og gengur bara æðislega vel. Ég þurfti reyndar að henda/gefa 5 stórum ruslapokum af fötum, skóm og töskum en það var eitthvað sem ég ætlaði að gera fyrir löngu þannig það var fínt. Það var allt tekið í gegn, sorterað, hent og tekið til og ég get sagt með fullri vissu að það hefur aldrei verið jafn organiseruð hjá mér íbúðin. En já mér finnst ég vera orðin voðalega fullorðinn, byrjuð að búa, eiga íbúð, 2 hunda og station...hehehehehe ég get amk sagt það að ég hefði ekki haldið að svona margt myndi breytast á einu ári og þetta eru ekki alveg einu breytingarnar - því að ég hef fengið stöðuhækkun í vinnunni og mun byrja í henni 1.júlí þ.e. þjálfun og svo formlega 1.október. Þannig þetta þýðir að ég þarf að læra hellings meira, fara á námskeið etc. og mér finnst það bara æðislegt og er alveg himinlifandi...ef þið viljið nánari upplýsingar þarf bara að spurja mig:)

Síðan er ég byrjuð á mastersritgerðinni minni, komst reyndar af því að ég á eftir að taka einn kúrs - Víðvær og slembin bestun - en ég er svo heppin að sá sem er með þann kúrs er leiðbeinandinn minn í verkefninu mínu og þetta er leskúrs þannig það verður þægilegra að gera hann hér fyrir austan! Þannig annað hvort útskrifast ég í sumar eða næsta haust. Mér finnst ss. 3 mánuðir ekki skipta öllu.

Síðan kem ég suður næstu helgi - já ég er að fara með doggana mína á hundasýningu - wish me luck:)

Get ekki annað en sett eina mynd af þeim - þau eru to die for:)

Viktoría posted at 11:09
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008